Skýrslan áfram til umræðu

Þingfundur á Alþingi.
Þingfundur á Alþingi. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Á Alþingi í dag eru þrjú mál á dagskrá en þingfundur hefst klukkan 10.30. Verður haldið áfram að fjalla um skýrslu þingmannanefndarinnar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Að henni lokinni hefst síðari umræða um þingsályktunartillögu Atla Gíslasonar, Lilju R. Magnúsdóttur, Sigurðar I. Jóhannssonar, Eyglóar Harðardóttur og Birgittu Jónsdóttur um málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum. Þriðja mál á dagskrá er svo síðari umræða um þingsályktunartillögu Magnúsar Orra Schram og Oddnýjar Harðardóttur um málshöfðun gegn þremur fyrrverandi ráðherrum. Greiða þarf atkvæði um tillögurnar í síðasta lagi á fimmtudag þegar haustþingi lýkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert