Með heimspekilega hugvegkju

Þingmenn Hreyfingarinnar völdu við þingsetningu í fyrra að hlýða á …
Þingmenn Hreyfingarinnar völdu við þingsetningu í fyrra að hlýða á hugvekju Siðmenntar.

Siðmennt býður að venju þeim þingmönnum, sem ekki kjósa að ganga til kirkju við þingsetningu í dag, upp á heimspekilega hugvekju og léttar veitingar á Hótel Borg á meðan guðsþjónusta fer fram í Dómkirkjunni.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir, heimspekingur, mun flytja stutta hugvekju sem hún nefnir: Af vandaðri hugsun.  

Siðmennt segir, að Alþingi sé veraldleg stofnun og það sé í hæsta máta óeðlilegt að setning Alþingis hefjist  með trúarathöfn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert