Framkvæmdir þrengja að umferð

Unnið að vegagerð.
Unnið að vegagerð. mbl.is/Helgi Bjarnason

Vegna vegaframkvæmda á Hringveginum, á milli Sveinsstaða og Litlu Giljár í Austur-Húnavatnssýslu þurfa vegfarendur að sýna aðgát þar sem vegurinn þrengist á þessum kafla, að því er fram kemur í tilkynningu umferðarþjónustu Vegagerðarinnar.

Vegna framkvæmda við breikkun Vesturlandsvegar verður Álafossvegi lokað tímabundið frá miðvikudegi 29. september. Stefnt er að því að Álafossvegur verði opnaður aftur fyrir umferð eigi síðar en mánudaginn 25. október.

Á meðan er allri umferð til og frá Ásum, Löndum, Helgafellshverfi og Álafosskvos beint um Ásland.

Nú er byrjað að breikka Suðurlandsveg á Sandskeiði. Við námuveg að Bolaöldu neðan Litlu kaffistofunnar þurfa stórar námubifreiðar að  þvera veginn og því hefur umferðarhraði þar verið lækkaður í 70 km á klukkustund. Þetta stendur yfir næstu mánuði og brýnir Vegagerðin fyrir vegfarendum að sýna fyllstu aðgát og fara eftir merkingum.

Unnið er að tvöföldun Hringvegar í Mosfellsbæ, frá Hafravatnsvegi að Þingvallavegi.

Víða um land er enn unnið að vegavinnu og yfirlögnum á slitlagi. Vegfarendur eru eindregið beðnir að aka varlega um vinnusvæðin og virða merkingar um hámarkshraða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert