Mörður: Venjuleg pólitík er lömuð á Íslandi

Framhlið Alþingishússins.
Framhlið Alþingishússins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Í staðinn fyrir að halda afleitlega vondar ræður sem bírókratar semja í ráðuneytum og rétta fram sáttahendur — til Sjálfstæðisflokksins – ættu ráðherrar fyrstu alvöru-vinstristjórnarinnar að viðurkenna að venjuleg pólitík er lömuð á Íslandi og efna til hrinborðssamræðna við alla þá sem vilja koma til slíkrar umræðu,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar á bloggi sínu.

Þetta hefur verið gert með góðum árangri annarstaðar þegar að steðjar vandi sem hefðbundið stjórnmálakerfi ræður ekki við, skrifar Mörður ennfremur á blogg sitt á Eyjunni.

„Við hringborðið ættu að vera á dagskrá tiltekin afmörkuð málefni, skuldavandinn, Icesave, hegðun fjármálafyrirtækjanna, endurreisn atvinnulífs, ríkisfjármál.

Kannski heppnast þetta ekki – en ekki er okkur að ganga sérlega vel núna, og það eina sem er nokkurnveginn víst er að það gengur ekki betur þótt Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þór Saari drekki meira kaffi í gamla tukthúsinu við Lækjargötu.

Auk þess legg ég til að bankarnir verði þjóðnýttir hið fyrsta," skrifar Mörður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert