Stefnuræða forsætisráðherra aldrei vinsælla sjónvarpsefni

Jóhanna Sigurðardóttir flutti stefnuræðu sína á mánudagskvöldið.
Jóhanna Sigurðardóttir flutti stefnuræðu sína á mánudagskvöldið. mbl.is/Árni Sæberg

Rúmlega helmingur þjóðarinnar sá beina útsendingu Sjónvarpsins á mánudagskvöld frá Alþingi og mótmælum sem þá voru á Austurvelli. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Gallups, sem fylgist með áhorfi á sjónvarp. Greint var frá þessu í kvöldfréttum útvarpsins.

Af þeim sem horfðu yfirhöfuð á sjónvarp, horfðu tæplega þrír af hverjum fjórum á beina útsendingu frá Alþingi. Stefnuræða forsætisráðherra er ávallt flutt í beinni útsendingu Sjónvarpsins, en aldrei áður hafa jafn margir fylgst með þessum viðburði, samkvæmt RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert