Vilja samstarf við Íslendinga

Sergey Shmatko, orkumálaráðherra Rússlands.
Sergey Shmatko, orkumálaráðherra Rússlands. AP

Rússar hyggjast nýta sér reynslu Íslendinga í þróun sinni á sölu endurnýjanlegrar orku, segir orkumálaráðherra Rússlands, Sergei Shmatko. Hann hefur tilkynnt Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands, að fyrirhugað sé að undirrita samkomulag landanna um samstarf á sviði jarðvarmaorku.

Shmatko segir Íslendinga, sem séu leiðandi í notkun jarðvarma sem orkugjafa, íhuga að ganga til samstarfs við Rússa og fyrirhugað sé að reisa jarðavarmavirkjun í Rússlandi, að því er rússneskir fjölmiðlar greina frá.

Hann segir jarðvarmaorku mikilvæga í þróun endurnýjanlegra orkugjafa. RusHydro, stærsta fyrirtæki Rússlands á þessu sviði, rekur þegar nokkrar rafstöðvar knúnar af jarðvarma, þar á meðal tvær á Kamchatka, sem samstals framleiða 62MW. Nýverið undirritaði fyrirtækið samning um orkusölu til námavinnslu á svæðinu.

Shmatko ítrekaði það markmið Rússa að framleiða 4.5% af orku sinni með beislun endurnýjanlegra auðlinda.

Frá heimsókn ráðherrans hér á landi 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert