Áhrif ösku á þotuhreyfla skýrð

Niðurstöður íslenskrar rannsóknar á áhrifum ösku á þotuhreyfla benda til þess að nái hreyflarnir að kólna niður í um 600 gráður flagni  glerkennd öskuhúðin af málminum. Niðurstöðurnar styðja skýringar sem fram hafa verið settar á orsökum þess að bresk flugvél missti afl eftir að hún flaug í gegnum öskuský yfir Jakarta árið 1982.

Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Þorsteinn Ingi Sigfússon, í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og málmiðjuna Málmey hrintu í kjölfarið af stað rannsókn á áhrifum gosösku á þotuhreyfla og unnu tveir íslenskir flugvirkjar að könnuninni í sumar.

Hægt er að horfa á kynningarmyndband Nýsköpunarmiðstöðvarinnar hér.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert