Ekki að undirgangast boðvald eða eftirlit

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Fjármálaráðherra segir, að Ísland sé ekki að undirgangast eftirlit eða boðvald með því að landið hafi verið fellt inn í eftirlitskerfi Evrópusambandsins með efnahagsmálum og hagstjórn aðildarríkja sambandsins.

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gerði þetta að umtalsefni í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag og sagði að Íslandi hefði verið boðið að leggja fram efnahagsáætlun í lok janúar. Ekki væri betur séð en að með þessu væri ekki aðeins hafið aðildarferli að ESB heldur væri Evrópusambandið orðið einskonar tilsjónaraðili með fjármálum íslenska ríkisins og það áður en aðildarsamningur verður samþykktur.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði að um væri að ræða upplýsingamiðlun, svipaða og Ísland hefði lengi veitt Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. ESB vildi hafa upplýsingar um hvernig efnahagsmál væru að þróast hér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert