Segir eðlilegar skýringar á hækkunum

Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir verðhækkanir á eldsneyti fyrr í vikunni eiga sér eðlilegar skýringar. Eins og fram kom á mbl.is í gær þá gagnrýndu bæði FÍB og Neytendasamtökin hækkunina.

„Ef menn skoða tölurnar sjá þeir að það er mikið samhengi á milli þessara verðhækkana og breytinga á heimsmarkaðsverði á olíu og síðan þróun dollars. Það er ekkert langt síðan dollarinn fór niður fyrir 110 krónur en hann er núna 114 krónur tæpar. Það skiptir geysilegu máli, olíuverðið fylgir mjög dollar,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. Hann segir að álagning hafi verið mjög lág í haust og reynt hafi verið að halda aftur af verðhækkunum sem hafi þó verið fyrirsjáanlegt að þyrftu að verða. Hann vísar því alfarið á bug að verið sé að misnota aðstöðuna á einhvern hátt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert