Leigja út skurðstofurnar

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. mbl.is/Helgi Bjarnason

Skurðstofurnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja voru auglýstar til leigu í dagblöðunum um helgina.  Rekstur á skurðstofunum var hætt fyrir um ári vegna niðurskurðar á framlögum til stofnunarinnar.

Í auglýsingunni segir að um sé að ræða tvær skurðstofur, önnur fullbúin tækjum og búnaði, hin búin tækjum að hluta. Skurðstofurnar eru í nýju húsnæði og er húsnæðið til leigu samtals 650 fm.

Þeir sem hafa áhuga á að nánari upplýsingum eru beðnir um að senda inn gögn og yfirlýsingu um áhuga til Ríkiskaupa fyrir 20. desember.

Umræða hefur verið um nokkurt skeið um að leigja út skurðstofurnar, en tveir fyrrverandi heilbrigðisráðherrar voru ekki fylgjandi því að stíga slíkt skref.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert