„Nú er þetta allt orðið ég einn“

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra hvort afstaða hans til landsdóms og ráðherraábyrgðar hafi breyst frá því þegar Alþingi samþykkti að höfða mál gegn Geir H. Haarde fv. forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.

 Guðlaugur Þór kvað Steingrím J. Sigfússon hafa „rutt braut“ í þeim efnum og að samkvæmt túlkun Steingríms á því máli væri nú, í ljósi IceSave málsins, rétt að draga hann sjálfan fyrir landsdóm.

 Steingrímur sagði Alþingi bera sameiginlega ábyrgð á ákvörðun sinni um málshöfðun gegn Geir H. Haarde. „Nú er þetta allt orðið ég einn sem Alþingi hefur gert í þessum efnum,“ sagði Steingrímur sem kvað einungis Sjálfstæðismenn vilja skrifa söguna þannig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert