Rafmagnsleysi á Norðurlandi

Skapti Hallgrímsson

Rafmagn fór af stærstum hluta Þingeyjarsýslna upp úr klukkan 10 í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá RARIK á Akureyri er ástæðan sú að lína milli Akureyrar og Laxárvirkjunar slitnaði og í kjölfar slógu vélar Laxárvirkjunar út.

Rafmagnslaust er á Húsavík, Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn og á sveitabæjum í héraðinu. Þá er ennfremur rafmagnslaust á Bakkafirði. Vélar Laxárvirkjunar slógu út í kjölfar bilunar á línunni. Mikill krapi er í Laxá sem veldur erfiðleikum við að halda vélum virkjunarinnar í eðlilegum rekstri.

Unnið er að því að koma vélum Laxárvirkjunar í gang að nýju og ætti þá rafmagn að komast á að nýju á norðausturlandi. Ekki verður hins vegar reynt að laga rafmagnslínuna fyrr en að veður lægir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert