Erlingur og María hlaupa í skarðið

Erlingur Sigurðarson.
Erlingur Sigurðarson.

Búið er að finna staðgengla fyrir þá liðsmenn Akureyrar í Útsvari í kvöld, sem urðu veðurtepptir fyrir norðan. Leikkonan María Pálsdóttir og Erlingur Sigurðarson munu leysa þau Hildu Jönu Gísladóttur og Birgi Guðmundsson af.

Að sögn Þóru Ásgeirsdóttur, skriftu þáttarins, þá gáfu margir kost á sér í liðið. María og Erlingur þóttu vænlegust, en Erlingur hefur til að mynda keppt áður fyrir lið bæjarins.

Þóra kveðst ekki muna eftir því að varamenn hafi verið kallaðir til áður við gerð þáttarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert