Tæplega 33.000 áskoranir

HS Orka.
HS Orka. mbl.is/Ómar

Tæplega 33.000 einstaklingar hafa skrifað undir áskorun þar sem stjórnvöld eru hvött til að koma í veg fyrir söluna á HS Orku. Jafnframt er skorað á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

Fram kemur á vefnum orkuaudlindir.is að það sé brýnt að Íslendingar dragi lærdóm af þeim mistökum sem gerð hafi verið og þess vegna sé almenningur hvattur til að sýna stjórnmálamönnum aðhald með því að lýsa vilja sínum um framtíðarskipan eignahalds á orkuauðlindunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert