N1 hækkar eldsneytisverð

N1 hefur fylgt í fótspor Skeljungs og hækkað eldsneytisverð í kvöld. Hækkar bensínlítrinn um 3,50 krónur og kostar 213 krónur og dísilolíulítrinn hækkar um 3 krónur og kostar 214,30 í sjálfsafgreiðslu. Í dag hækkaði Skeljungur bensínlítrann um 3,50 og dísilolíu um 2 krónur.

Önnur félög hafa ekki hækkað verð enn. Orkan, dótturfélag Skeljungs, er með lægsta verðið en þar kostar bensínlítrinn 209,20 krónur og dísilolían 211 krónur. Hjá Atlantsolíu og ÓB er verðið 0,10 krónum hærra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert