Skýrslutökur að hefjast hjá sérstökum saksóknara

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. mbl.is/Ómar

Skýrslutökur vegna ætlaðrar markaðsmisnotkunar Landsbankans eru um það bil að hefjast hjá sérstökum saksóknara. Samkvæmt heimildum mbl.is verður Halldór J. Kristjánsson, sem áður var bankastjóri Landsbankans ásamt Sigurjóni Þ. Árnasyni, meðal þeirra sem yfirheyrðir verða í dag. Mun hann koma til skýrslutöku eftir hádegi.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, og starfslið hans hefur unnið sleitulítið undanfarna daga og hefur Ólafur sagt að rannsókninni miði vel áfram. Hann segir að lítið sé hægt að gefa upp gang málsins. „Við getum ofsalega lítið sagt á þessu stigi málsins, það er bara þannig.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert