Norrænn leiðtogafundur í London

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, David Cameron og Mari Kiviniemi, forsætisráðherra Finnlands, …
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, David Cameron og Mari Kiviniemi, forsætisráðherra Finnlands, utan við Downingstræti 10 í gærkvöldi. Reuters

Tveggja daga leiðtogafundi Bretlands, Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna lýkur í Lundúnum í dag en David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, bauð hinum forsætisráðherrunum til fundar við sig með því yfirlýsta markmiði að styrkja efnahagsleg- og félagsleg tengsl Breta við þessi ríki.

Vangaveltur hafa verið um það í Bretlandi, að Cameron vilji með fundinum styrkja stöðu efasemdarríkjanna í Evrópusambandinu. Bent er á, að þótt sjö ríki af þeim níu, sem eiga fulltrúa á fundinum í Lundúnum séu í ESB noti aðeins tvö þeirra evru, Finnland og Eistland. Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins BBC sagði, að sumir kölluðu fundinn klúbb köldu Evrópuríkjanna.

Samkvæmt upplýsingum frá íslenska forsætisráðuneytinu hafa forsætisráðherrarnir á fundinum deilt þekkingu og reynslu af árangursríkum verkefnum, bæði í stjórnsýslu og á einkamarkaði, sérstaklega varðandi grænan hagvöxt, velferð og nýsköpun. Sérstök áhersla sé lögð á að leiða saman sérfræðinga til að skoða frekari samstarfsmöguleika og viðskiptatækifæri á ýmsum vettvangi.

Hvert land leggur til fimm kynningar um ýmis málefni sem fundurinn fjallar um. Af hálfu Íslands eru kynningar á verkefnum frá Vilborgu Einarsdóttur, Mentor, Jóni Ágústi Þorsteinssyni, Marorku, Soffíu Gísladóttur, Vinnumálstofnun Norður- og Austurlandi, Margréti Pálu Ólafsdóttur, Hjalla og Helgu Valfells, Nýsköpunarsjóði.

Forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands í Downingstræti í gær.
Forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands í Downingstræti í gær. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert