100 herbergja hótel í Hveragerði

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Þorkell

Stjórn Náttúrulækningafélags Íslands hefur samþykkt að sækja um leyfi fyrir hótelrekstri í húsakynnum Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. Þetta kemur fram á fréttavefnum sunnlenska.is.

Ingi Þór Jónsson, markaðsstjóra Heilsustofnunarinnar, segir í samtali við Sunnlenska að ætlunin sé að reka hótel þar í tvo mánuði í sumar, en í ljósi niðurskurðar á fjárlögum hafi verið fyrirséð að hælinu yrði lokað í tvo mánuði.

Þá kemur fram að ætlunin sé að reka hótelið frá 20. júní til 20. ágúst og verði 100 herbergi í boði á þessum tíma.

Að sögn Inga Þórs verður boðið upp á gistingu, mat, baðaðstöðu og afþreyingu. Gert er ráð fyrir að stofna sérstakt rekstrarfélag utan um hótelreksturinn sem leigir aðstöðuna af NLFÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert