Nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs

Jóhannes Þór Skúlason.
Jóhannes Þór Skúlason.

Jóhannes Þór  Skúlason mun taka við sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hjá Alþingi í næsta mánuði. 

Aðstoðarmaður Sigmundar var áður Benedikt Sigurðsson sem lét af störfum í desember 2010 til þess að taka við starfi sviðsstjóra samskiptasviðs Actavis  á Íslandi. Sunna Gunnars Marteinsdóttir, almannatengill, gegndi síðan stöðunni tímabundið.

Jóhannes Þór útskrifaðist sem sagnfræðingur árið 1999 og hefur starfað sem grunnskólakennari. Jóhannes starfaði síðastliðin tvö ár með InDefence hópnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert