Ætti að hugsa málið upp á nýtt

Fulltrúar í landskjörstjórn kynna niðurstöður stjórnlagaþingskosninga þegar fulltrúar fengu kjörbréf …
Fulltrúar í landskjörstjórn kynna niðurstöður stjórnlagaþingskosninga þegar fulltrúar fengu kjörbréf sín. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það dapurlegasta við þetta er að hér skuli vera stjórnvöld sem ekki skuli einu sinni sjá til þess að kosningar séu gildar, í þessu gamalgróna lýðræðisríki,“ segir Vigdís Hauksdóttir, lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í allsherjarnefnd Alþingis.

Vigdís fylgdist með kærumálunum og sat meðal annars opinn fund í Hæstarétti þar sem fram fór munnlegur málflutningur um kærur vegna stjórnlagakosninganna. Hún telur að niðurstaðan hafi blasað við eftir það. „Það voru svo miklir annmarkar á kosningunni að þetta gat ekki farið öðruvísi,“ segir hún um niðurstöðu hæstaréttardómaranna.

„Stjórnvöld ættu nú að ganga út úr þessu og hugsa málið upp á nýtt,“ segir Vigdís um framhaldið. „Málið hefur verið keyrt áfram á fullum dampi þótt fyrir lægju þrjár kærur,“ segir Vigdís og bætir því við að miklum fjármunum hafi verið sóað í undirbúning þessa stjórnlagaþings.

Vígdís Hauksdóttir
Vígdís Hauksdóttir mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert