Funda með forsætisnefnd

Landskjörstjórn tilkynnir úrslitin í stjórnlagaþingskosningunum.
Landskjörstjórn tilkynnir úrslitin í stjórnlagaþingskosningunum. mbl.is/Eggert

Forsætisnefnd Alþingis mun að öllum líkindum funda með landskjörstjórn um þá ákvörðun Hæstaréttar að kosningar til stjórnlagaþings hafi verið ógildar.

Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, sem situr í forsætisnefnd, segir að enn hafi ekki verið boðað til fundarins en hann geri ráð fyrir því að svo verði gert innan skamms tíma. Hann segir mikilvægt að nefndarmenn fái tíma til að kynna sér málið til hlítar.

Í samtali við Morgunblaðið vildi Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, ekki tjá sig um ákvörðun Hæstaréttar. Aðrir meðlimir landskjörstjórnar vildu sömuleiðis ekki tjá sig um málið og vísuðu öllum spurningum til formanns.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert