Rengir ekki niðurstöðu Hæstaréttar

Inga Lind Karlsdóttir.
Inga Lind Karlsdóttir.

Inga Lind Karlsdóttir segist ekki standa á bak við það sem í málaleitan Gísla Tryggvasonar stendur en líkt og mbl.is greindi frá fyrr í dag hefur Gísli farið fram á endurupptöku ákvörðunar Hæstaréttar um ógildingu kosningar til stjórnlagaþings.

 Hann gerir einnig þá kröfu að Jón Steinar Gunnlaugsson, dómari við Hæstarétt, víki sæti vegna vanhæfis við afgreiðslu á beiðni um endurupptöku. „Þó að vissulega megi gagnrýna dóm Hæstaréttar, af því að dómararnir gengu eins langt og hægt var að ganga í úrskurðinum, þá hef ég ákveðið að rengja ekki samhljóma niðurstöðu sex dómara í þessu máli. Ég treysti á Hæstarétt,“ sagði Inga Lind í samtali við mbl.is í kvöld.

Mbl.is náði einnig tali af Pawel Bartoszek sem hafði þetta um málið að segja: „Ég stend ekki að þessu en óska Gísla bara alls góðs. Þetta er stór ákvörðun og ég held að þetta sé rétta leiðin að gera ef maður er ósáttur við niðurstöður dómsúrskurðar, að tæma hinar dómslegu leiðir til að fá honum hnekkt. Ég kann að meta að Gísli Tryggvason sé að standa í þeirri vinnu.“

Pawel Bartuzek.
Pawel Bartuzek.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert