Áfangi að vinna sé að hefjast á nýjan leik

Frá fundi ASÍ og SA í morgun.
Frá fundi ASÍ og SA í morgun. mbl.is/Golli

Kjaraviðræður Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hófust að nýju nú fyrir stuttu. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins settust klukkan 10 í morgun á fund í húsnæði ríkissáttasemjara.

„Við hittumst í morgun og þar gerðum við þeim grein fyrir afstöðu okkar samninganefndar og miðstjórnar út af þessum sjávarútvegsmálum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. „Við teljum mikilvægt að setjast að borðum og þroska innihald kjarasamnings.“

Gylfi kveðst ekki hafa tilefni til annars en að vera bjartsýnn á að viðræðurnar muni nú færast í annað horf. Hann segir það áfanga að nú skuli aftur sest að vinnu.

Ekki er víst hversu lengi fundurinn mun standa yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert