Vænta þess að viðræður séu að hefjast

Vilhjálmur Egilsson og Vilmundur Jósefsson á fundi hjá ríkissáttasemjara í …
Vilhjálmur Egilsson og Vilmundur Jósefsson á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag.

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir, að samtökin vænti þess að kjaraviðræðurnar séu að fara í gang af fullri alvöru á nýjan leik eftir nokkurn hægagang að undanförnu.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir í leiðara fréttabréfs samtakanna í dag, að settir hafi verið á fundir forystumanna SA og ASÍ til þess að freista þess að þróa viðræðurnar áfram. Vonandi takist að koma þeim í viðunandi lausnarfarveg.

„Það veldur hins vegar erfiðleikum að einstök verkalýðsfélög krefjast þess að sérstök stefna um launahækkanir verði mótuð fyrir útflutningsgreinar vegna lágs gengis krónunnar og önnur stefna fyrir aðrar atvinnugreinar. Að mati SA er þetta óframkvæmanlegt þar sem umsamdar hækkanir í útflutningsgreinum myndu óhjákvæmilega flæða yfir aðrar greinar," segir Vilhjálmur.

Fréttabréf Samtaka atvinnulífsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert