Vilhjálmur hótar úrsögn úr ASÍ

Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson SteinarH

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir tímabært að  félagið skoði hvort það eigi að segja sig úr ASÍ. Hann segir að sjónarmið í þessa veru hafi komið fram á fundi sem hann hélt með starfsmönnum Elkem og Klafa á Grundartanga.

Kjaradeila Verkalýðsfélags Akraness og Elkem og Klafa hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og hefur sáttasemjari boðað sáttafund á morgun.

Vilhjálmur fjallar á heimasíðu félagsins um fundi sem hann átti með starfsmönnum. „Það ríkir gremja og reiði á meðal starfsmanna yfir því hvernig forysta ASÍ hefur tekið stöðu gegn starfsmönnum útflutningsfyrirtækja og komu fram hugmyndir á fundinum í gær hvort ekki væri orðið tímabært að Verkalýðsfélag Akraness segði skilið við slík samtök sem vinna gegn hagsmunum starfsmanna útflutningsfyrirtækja. Formaður sagði að vissulega væri sú staða komin upp að menn þyrftu að fara að skoða það alvarlega hvort við ættum samleið með slíkum hagsmunasamtökum launafólks ef hagsmunasamtök skuli yfir höfuð kalla.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert