50% vilja að Ólafur Ragnar bjóði sig fram aftur

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Um helmingur þjóðarinnar vill að Ólafur Ragnar Grímsson gefi kost á sér í forsetakosningum á næsta ári. Þetta kemur fram í könnun fréttastofu Stöðvar tvö og Fréttablaðsins sem var gerð 23. og 24. febrúar.

Framboð Ólafs nýtur mikils stuðnings meðal framsóknarmanna en mun minni stuðnings meðal kjósenda Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Hringt var í 800 manns sem voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. 83,9% tóku afstöðu til spurningarinnar. Rétt rúmlega 50% vildu að Ólafur Ragnar gefi kost á sér á ný en 47,8% höfðu ekki áhuga á að hann byði sig fram aftur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert