Flokkarnir töpuðu tugum milljóna á kosningaári

Frá landsfundi Framsóknarflokksins.
Frá landsfundi Framsóknarflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Framsóknarflokkurinn tapaði tæpri 41 milljón króna árið 2009 og skuldaði hann rúmar 252 milljónir króna, mest allra stjórnmálaflokkanna.

Þetta kemur fram í ársreikningi fyrir árið 2009 en flokkurinn skilaði honum fyrir helgi, síðastur stjórnmálaflokkanna. Jukust skuldir flokksins þannig um 70 milljónir króna á milli ára. Þá var eigið fé Framsóknarflokksins neikvætt um tæplega 120 milljónir króna árið 2009.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að allir stjórnmálaflokkarnir skiluðu tapi kosningaárið 2009, utan Hreyfingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði mestu eða tæpum 46 milljónum króna, Vinstri grænir töpuðu tæpum 39 milljónum og Samfylkingin tapaði rúmum 27 milljónum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert