Íslenskir dómstólar hafa lokaorð

Táknmerki EFTA-dómstólsins.
Táknmerki EFTA-dómstólsins.

Lokaorð um skaðabótaskyldu, samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, er hjá íslenskum dómstólum, að því er Skúli Magnússon, ritari EFTA-dómstólsins sagði í Silfri Egils í dag.

Skúli rakti í þættinum hvernig ferli mála er gagnvart EFTA-dómstólnum. Svonefnd svonefnda dómstólaleið hefur verið talsvert rædd í tengslum við Icesave-málið. EFTA-dómstóllinn er í Luxemburg og fer með úrskurðarvald varðandi EES-samninginn gagnvart Noregi, Íslandi og Licthenstein. 

Skúli sagði að væri höfðað samningsbrotamál fyrir EFTA-dómstólnum á hendur íslenska ríkinu þá myndi dómstóllinn ekki skera úr um skaðabótaskyldu heldur einungis samningsbrotið.

Dómstóllinn myndi m.a. fjalla um hvort brot íslenska ríkisins væri nægilega alvarlegt til þess að skaðabótaskylda stofnaðist. 

Kæmist dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ríkið væri brotlegt þyrfti að höfða nýtt mál vegna skaðabótaskyldunnar. Eftirlitsstofnun EFTA myndi ekki höfða slíkt mál heldur sá sem teldi sig hafa orðið fyrir tjóni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert