Lilja Mósesdóttir alþingismaður verður á fundi hjá Hreyfingunni annaðkvöld, en á fundinum á að ræða um valmöguleika í gjaldmiðilsmálum.
Framsögumenn auk Lilju eru Friðrik Jónsson, sérfræðingur á sviði alþjóðasamskipta og -viðskipta og Ársæll Valfells, lektor í viðskiptafræði við HÍ.
Lilja kallar erindi sitt „Ný íslensk króna (NISK)". Fundurinn verður haldinn á Grand hóteli og hefst kl. 20.00 á morgun. Fundarstjóri er Þór Saari, hagfræðingur og þingmaður Hreyfingarinnar.