Landeyjahöfn opnar ekki fyrir 10. apríl

Herjólfur siglir ekki í Landeyjahöfn næstu daga.
Herjólfur siglir ekki í Landeyjahöfn næstu daga. mbl.is/Rax

Sanddæluskipið Skandia er við störf í Landeyjahöfn. Óljóst er hvenær næst að ljúka dýpkun og áætlar Siglingastofnun út frá ölduspá að ekki verði hægt að opna höfnina fyrir 10. apríl.

Landeyjahöfn hefur verið lokuð vegna sandburðar frá því um miðjan janúar. Vegna veðurs hefur dýpkunarskipið lítið getað athafnað sig í vetur.

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar á meðan.

Eimskip hefur tilkynnt um breytingar á gjaldskrá sem taka gildi 1. maí næstkomandi. Gjald fyrir bíla hækkar um 100 krónur.

Þannig hækkar gjald fyrir bíla úr 1500 krónum í 1600 kr.

Gjald fyrir bíla sem eru fimm metrar að lengd eða stærri hækkar úr 2000 kr. í 2100.

Önnur fargjöld haldast óbreytt, þar á meðal gjald fyrir farþega.

Á vef Herjólfs kemur fram að breytingarnar stafa af hækkunum á kostnaði að undanförnu, meðal annars olíu og hafnargjöldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert