Íhuga mál á hendur fyrrverandi stjórnarmönnum

Skilanefnd og slitastjórn Landsbankans íhugar nú skaðabótamál á hendur fyrrverandi stjórnarmönnum bankans. Fram kom í hádegisfréttum RÚV að allir þeir sem sátu í stjórn gamla Landsbankans hafi hafnað því að bera ábyrgð á tuga milljarða kr. millifærslum út úr bankanum, daginn áður en hann féll, haustið 2008.

Fram kemur að þeir sem hafi setið í bankaráði Landsbankans í október 2008 hafi snemma í febrúar fengið bréf frá skilanefnd og slitastjórn bankans, þar sem raktar séu 34 milljarða króna útgreiðslur úr bankanum, 6. október 2008, daginn áður en bankinn féll.

Í bréfinu er því haldið fram að bankaráði og stjórnendum bankans hefði verið ljóst, eða hefði mátt vera ljóst, að bankinn var á þessum tíma kominn í þrot, og að athafnaleysi þeirra fæli í sér skaðabótaskyldu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert