„Það var þungt hér í morgun“

Sigurður Bessason, formaður Eflingar og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ganga …
Sigurður Bessason, formaður Eflingar og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, ganga inn í stjórnarráðið. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það var þungt hér í morgun,“ sagði Sigurður Bessason, formaður Eflingar, þar hann var spurður um stöðu kjaraviðræðna. Hann segir enn ekki komin niðurstaða um launakröfur ASÍ.

Samningamenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hafa verið í Karphúsinu í dag og fundað saman og í sitthvoru lagi. Sigurður sagði að landssambönd ASÍ væru að fara yfir það sem SA hefði verið að setja fram eftir hádegið í dag. Hann sagði það myndi skýrast í kvöld hvort menn væru að þokast nær samkomulagi um launamál eða hvort samningamenn væru að fjarlægjast .

„Það en engin niðurstaða komin í launamálin,“ sagði Sigurður.

ASÍ hefur sett fram þá kröfu að lágmarkslaun verði orðin 200 þúsund í lok samningstímans árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert