Þarf að endurmeta stöðuna

SA hefur rætt við einstök landssambönd innan ASÍ í dag.
SA hefur rætt við einstök landssambönd innan ASÍ í dag. mbl.is/Kristinn

Samtök atvinnulífsins hafa gengið út frá því við samningagerðina að Icesave-lögin verði samþykkt í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að ef lögunum verði hafnað þurfi að endurmeta stöðuna.

Vilhjálmur segir að þar skipti mestu máli hvaða áhrif niðurstaðan hafi á væntingar um auknar fjárfestingar.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, telur að torvelt verði að ná þriggja ára kjarasamningi ef Icesace-lögin verði felld, og mikil óvissa verði þá um framhaldið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert