Siglingastofnun segir að skip sem sigli með farþega milli Vestmanna-eyja og Landeyjahafnar þurfi að uppfylla ströng skilyrði.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að einungis tvö íslensk skip hafi verið tekin út með tilliti til þessara reglna og fengið fullgilt leyfi til siglinga á þessu hafsvæði: Herjólfur og Grímseyjar-ferjan Sæfari.
Ferðaþjónustufyrirtækið Viking Tours, sem siglt hefur með ferðamenn og skólahópa kringum Vestmannaeyjar, hefur óskað eftir leyfi til að sigla milli Eyja og Landeyja með ferðamenn. Óskaði Viking Tours fyrst eftir leyfinu árið 2008 en hefur ekki verið svarað formlega. Sigmundur G. Einarsson hjá Viking Tours segir ástandið í Landeyjahöfn hafa valdið fyrirtækinu miklu tjóni.