ESA væntanlega svarað eftir páska

Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA.
Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA.

Ólíklegt er að áminningarbréfi Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna Icesave verði svarað fyrr en eftir páska. Utanríkismálanefnd fór yfir undirbúning að svarinu með fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra í kvöld.

„Nefndinni var gerð grein fyrir efnistökum sem væntanlega yrðu í þessu svari og farið var yfir það en það eru ekki komin nein drög að því ennþá“ segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar. 

Árni Þór segist ekki eiga von á að svarið verði sent fyrr en eftir páska. „Stjórnvöld þurfa að ná einhverju samkomulagi um það við ESA vegna þess að frestirnir eru löngu liðnir. Ég reikna með að efnahags- og viðskiptaráðuneytið muni eiga einhver samskipti við ESA um það,“ segir hann.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert