Alvarlegt mál og mikil vonbrigði

Fundað í Karphúsinu í dag.
Fundað í Karphúsinu í dag. mbl.is/Golli

„Ég verð að viðurkenna það að mér finnst þetta vera mjög alvarlegt mál og það eru mikil vonbrigði að svona skyldi fara,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, um að ekki skyldi nást að semja um langtíma kjarasamning í dag.

Hann segir að gagnvart ASÍ hefðu hlutirnir að mestu leyti verið að sigla í rétta átt en enn hafi átt eftir að klára lífeyrismálin. „En það reyndi ekki á það vegna þess að atvinnurekendur lýstu því við okkur að það væri enginn tilgangur í því að halda þessu áfram og vildu snúa sér að því að gera skammtímasamning,“ segir Gylfi.

Eitthvað hafi staðið útaf varðandi framkvæmdamálin og svo sjávarútveginn og það hafi verið niðurstaða SA að ekki væri hægt að ná samkomulagi um þriggja ára samning.

„Hún er dapurleg, hún er alvarleg og okkur þykir það stórundarlegt að atvinnurekendur skuli velja þessa leið miðað við þá stöðu sem atvinnulífið er í. En það er líka alveg ljóst að við teljum það stórundarlegt að ríkisstjórnin láti þessa stöðu koma upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert