Þúsund rafiðnaðarmenn farnir

Rafiðnaðarmenn hafa streymt úr landi.
Rafiðnaðarmenn hafa streymt úr landi.

Í atvinnuauglýsingu sem birtist í Finni.is í gær auglýsir fyrirtækið Energy Team eftir 50 rafvirkjum til starfa í skipasmíðastöð í Noregi en að sögn Guðmundar Gunnarssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins, er það daglegt brauð að falast sé eftir starfskröftum félagsmanna erlendis frá.

Á síðastliðnum þremur árum hafi þúsund rafiðnaðarmenn farið út til að vinna eða stunda nám, enda séu kjörin þar mun betri en bjóðist hér heima.

„Flestir eru að vinna fyrir tæknifyrirtækin og þau eru að fara úr landi með einum eða öðrum hætti,“ segir Guðmundur. Þróunina hafi mátt sjá fyrir þegar stefndi í það að landið myndi einangrast vegna afstöðu til ESB, stöðu gengismála og gjaldeyrishafta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert