Hætt verði við sameiningar

Leikskólabörn - myndin tengist efni fréttarinnar að öðru leyti ekki.
Leikskólabörn - myndin tengist efni fréttarinnar að öðru leyti ekki. mbl.is/Golli

Leikskólastjórnendur þeirra skóla sem til stendur að sameina í Reykjavík hafa sent borgarstjóra, borgarfulltrúum og sviðsstjóra leikskólasviðs bréf þar sem þeir krefjast þess að fallið verði frá sameiningu leikskólanna sökum gjörólíkrar hugmyndafræði og stefnu þeirra.

Um er að ræða 25 leikskóla af 76 í Reykjavík. Stjórnendur skólanna benda einnig á að hæpið sé að rökstyðja sameiningar með lögum um leikskóla þar sem fram komi í greinagerð að heimild til sameiningar og samrekstur sé hugsuð fyrir fámenn sveitarfélög.

Leikskólastjórnendur telja að jafnrétti barna til leikskólanáms sé stefnt í voða með þessum aðgerðum. Í áskoruninni til borgaryfirvalda lýsa stjórnendur skólanna furðu sinni á því að ekki hafi verið tekið tillit til yfirgnæfandi fjölda neikvæðra umsagna og ábendinga. „Við skorum því á borgaryfirvöld að hlusta á þau rök sem fram hafa komið og falla frá fyrirhuguðum sameiningartillögum," segir í áskoruninni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert