Leikskólar opnaðir á sunnudegi

Starfsmenn Samherja vinna aflann sem landað var í gær.
Starfsmenn Samherja vinna aflann sem landað var í gær.

Leikskólinn Krílakot á Dalvík var opnaður klukkan átta í gærmorgun. Það var gert svo starfsfólk Samherja, sem á börn á leikskólanum, gæti mætt til vinnu, en vinnsla á 200 tonnum af ferskum fiski hófst klukkan fjögur aðfaranótt pálmasunnudags í landvinnslu Samherja á Dalvík.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Samherji greiddi kostnaðinn sem hlaust af opnun leikskólans, en hafnarsjóður Dalvíkurbyggðar veitti Samherja á móti afslátt af hafnargjöldum.

Togari í eigu dótturfélags Samherja í Þýskalandi, Baldvin NC, sigldi þrjá sólarhringa úr Barentshafi til að geta landað í Dalvík. Um er að ræða fisk sem veiddur var innan aflaheimilda Evrópusambandsins.

Samkvæmt upplýsingum frá Samherja hefur ferskum fiski frá skipi skráðu innan Evrópusambandsins ekki verið landað til vinnslu á Íslandi í um það bil tvo áratugi. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær reikna með því að hluti aflans yrði keyrður til Keflavíkur strax um kvöldið og flogið með hann til Evrópu nóttina eftir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert