Íslenskir flugumferðarstjórar fá viðurkenningu

Íslenskir flugumferðarstjórar með viðurkenninguna.
Íslenskir flugumferðarstjórar með viðurkenninguna.

Flugumferðarstjórar á Íslandi hlutu æðstu viðurkenningu sem IFATCA, Alþjóðasamtök félagasamtaka flugumferðarstjóra, veita fyrir framúrskarandi fagmennsku  árið 2010.

Fram kemur á vef BSRB, að verðlaunin séu veitt fyrir afrek þar sem einstaklega fagleg vinnubrögð eru viðhöfð í flugumferðarstjórn.

Á ráðstefnu, sem haldin var í Amman í Jórdaníu nýlega, fengu íslenskir flugumferðarstjórar þessa viðurkenningu fyrir einstakt afrek meðan á Eyjafjallajökulsgosinu stóð.

Dagana 6.-11. maí 2010 stýrðu flugumferðarstjórar í Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík allri flugumferð er fór yfir Atlantshafið, en sú umferð skiptist venjulega milli fjögurra flugstjórnarmiðstöðva. Öll flugumferðin flaug yfir og norður af Íslandi og voru fyrri umferðarmet bætt á hverjum degi þar til 11 maí. 

Þann 11. maí flugu 1019 flugvélar gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið á einum sólarhring. Þá eru ekki taldar vélar sem fóru frá eða lentu á flugvöllum innan flugstjórnarsvæðisins.

Fram kemur á vef BSRB, að þessa daga voru allir flugumferðarstjórar á vakt og allar vinnustöður flugstjórnarmiðstöðvarinnar mannaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert