Málverk af Bjarna Benediktssyni aftur tekið úr Höfða

Myndin hefur birst víða um heim og umgjörðin vakið athygli.
Myndin hefur birst víða um heim og umgjörðin vakið athygli. mbl.is/Hvíta húsið

Reykjavíkurborg hefur enn á ný sett heimsfrægt málverk af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og borgarstjóra, í geymslu. 

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að það sé gert með þeirri skýringu að listaverk í Höfða eigi að endurspegla íslenska samtímalist og þeim sé reglulega skipt út í þeim tilgangi að auka fjölbreytileika listaverka til sýnis í húsinu.

Málverk Svölu Þórisdóttur Salman af Bjarna Benediktssyni hafi verið hengt upp í Höfða, móttökuhúsi borgarstjórnar, fyrir meira en 35 árum. Það vakti heimsathygli þegar birt var meðfylgjandi ljósmynd af leiðtogafundi Ronalds Reagan og Mikhaíls Gorbatsjov í Höfða í október 1986. Málverkinu var skipt út sl. þriðjudag fyrir málverkið Vatn við vatn III eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert