„Ísland er að þiðna“

mbl.is/Kristinn

Bandaríska dagblaðið The New York Times fjallar ítarlega um hrunið, uppbygginguna og efnahagsbatann á Ísland í grein sem nefnist á Icelands Big Thaw, sem mætti útleggja á íslensku sem Ísland er að þiðna. Tekur hann sem dæmi um ástandið í góðærinu að bílasali hafi selt sama sportbílinn fimm sinnum á hálfu ári og alltaf með hagnaði. 

Blaðamaðurinn Jake Halpern skrifar greinina, sem birtist á vef blaðsins í dag. Hann heimsótti land og þjóð og ræddi við fjölmarga Íslendinga. M.a. Guðfinn Halldórsson, Guffa bílasala, sem Halpern fær til að útskýra hvernig staðan hafi verið á Íslandi fyrir bankahrun.

Sagan, sem greinin hefst á, snýst um Porsche bifreið og hvernig Guðfinni tókst að selja sömu bifreiðina fimm sinnum á hálfu ári. Í hvert sinn var hærra verð rukkað fyrir bílinn og komu menn því ávallt út í hagnaði.

Halpern segir frá því hvernig bankakerfið hafi starfað á Íslandi í góðærinu og aðgengi almennings að ódýru lánsfé. Einnig um þær breytingar sem hafi orðið í íslensku samfélagi í kjölfar hrunsins, uppbyggingarstarfið og leiðina fram á við.

Greinin í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert