Lýsa stuðningi við LÍÚ og SA

Vestmannaeyjahöfn.
Vestmannaeyjahöfn. mbl.is/GSH

Félagar í Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja hafa sent frá sér tilkynningu þar sem lýst er yfir eindregnum stuðningi við málflutning og afstöðu Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka atvinnulífsins gegn fiskveiðistjórnarfrumvörpum sjávarútvegsráðherra og gegn ítrekaðri atlögu ríkisstjórnarinnar að fiskveiðistjórnarkerfinu, eins og það er orðað.

„Nauðsynlegt er að þetta álit komi skýrt fram nú, ekki síst vegna ummæla Eyglóar Harðardóttur, alþingismanns Suðurkjördæmis, í Silfri Egils síðastliðinn sunnudag. Hún vitnaði þar í ónafngreinda útgerðarmenn í kjördæmi sínu og sagði að margir þeirra hafi „töluverðar áhyggjur af því hvernig LÍÚ hafi talað fyrir þeirra hönd“. Þingmaðurinn bætti reyndar um betur með því að fullyrða að LÍÚ bæri í raun nokkra ábyrgð á að fiskveiðistjórnarfrumvörpin hefðu komið fram," segir í tilkynningu félagsins.

Í yfirlýsingunni segir, að útvegsbændur í Vestmannaeyjum hyggist sjálfir meta áhrif breytinganna á sjávarútveginn í Eyjum og birta álit sitt í kjölfar þess mats, frekar en fara að dæmi ríkisstjórnarinnar og kúreka í villta vestrinu með því að skjóta fyrst en spyrja svo. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka