Stöðva greiðslur í Þróunarsjóð

reuters

Ísland, Liechtenstein og Noregur hafa ákveðið að fresta greiðslum í Þróunarsjóð EFTA vegna þess að Grikkland hefur ekki uppfyllt skyldur sínar. Í yfirlýsingu frá löndunum segir að ekki sé ljóst hvernig Grikkir hafa notað það fjármagn sem þegar hefur verið innt af hendi.

Þróunarsjóður EFTA var settur á laggirnar í tengslum við EES-samninginn en honum er ætlað að ætlað er að draga úr efnahagslegu og félagslegu misræmi í Mið-og Suður-Evrópu. Mest af þessum styrkjum hafa farið til Spánar, Portúgals og Grikklands.

Samkvæmt reglum er það land sem tekur við styrkum úr Þróunarsjóðnum skuldbundið til að leggja fram framlaga á móti. Í yfirlýsingu frá EFTA-löndunum þremur segir að það hafi Grikkir ekki gert og ekki sé ljóst til hvers styrkirnir hafi verið notaðir.

Ákvörðun um að fresta greiðslum í Þróunarsjóðinn tengjast styrkjum vegna áranna 2004-2009. Löndin þrjú eru búin að greiða 260 milljónir vegna þessara styrkja en eftir er að greiða 4,7 milljarða króna og þessi upphæð verður ekki greidd fyrr en Grikkir hafa staðið við skyldur sínar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert