Blómlegt í Mýrdalnum

Það er blómlegt í Mýrdalnum.
Það er blómlegt í Mýrdalnum. mbl.is/Jónas Erlendsson

Allt er í fullum blóma í Mýrdalnum eftir eldgosið í Grímsvötnum að sögn fréttaritara Morgunblaðsins í Vík í Mýrdal, eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Líkt og fram hefur komið minnkaði órói, sem fram kemur á jarðskjálftamælum á Grímsfjalli, verulega í fyrradag og fyrrinótt.

Þá hefur verið unnið að fullum krafti við uppbyggingar- og hreinsunarstarf á áhrifasvæði eldgossins og í gær var opnuð Þjónustumiðstöð almannavarna í grunnskólanum á Kirkjubæjarklaustri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert