Jörð skalf við Siglufjörð

Siglufjörður.
Siglufjörður. www.mats.is

Jarðskjálfti af stærð 3,3 varð klukkan 4:16 í morgun um 16 kílómetra norðaustur af Siglufirði. Skjálftinn fannst á Siglufirði að sögn Veðurstofu Íslands.

Að sögn Steinunnar S. Jakobsdóttur verkefnisstjóra jarðváreftirlits á Veðurstofu Íslands bárust Veðurstofu nokkrar tilkynningar frá íbúum á Siglufirði sem fundu fyrir skjálftanum. 

„Einn sagðist hafa fundið þungan nið og síðan kom kippur og annar sagði að þetta hefði verið eins og bíll hefði ekið á húsið,“ sagði Steinunn í samtali við mbl.is

Að sögn Steinunnar er þetta þekkt skjálftasvæði, en engin sérstök virkni er á þessum slóðum núna.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert