Sveitarstjórnaákvæðið úti

mbl.is / Skapti Hallgrímsson

Í áliti meirihluta sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, sem lagt var fram á fundi nefndarinnar í morgun, eru gerðar nokkrar breytingar á litla frumvarpinu svonefndu um breytingar á stjórn fiskveiða. Frumvarpið var tekið úr nefndinni á fundinum og fer í kjölfarið til annarrar umræðu í þinginu.

Meðal breytinga er að tekið var út svokallað sveitarstjórnaákvæði sem kveður á um að 15% af veiðigjaldi renni til sveitarfélaga en gagnrýni hafði komið fram á það fyrirkomu lag um að það stæðist ekki stjórnarskrána.

Einnig var fallið frá því að búa til nýjan flokk smábáta minni en þrjú tonn í tengslum við strandveiðar og tekin út grein sem kveður á um aukinn kvóta í keilu og löngu.

Að sögn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, er gert ráð fyrir að þau atriði sem tekin voru út úr litla frumvarpinu verði tekin fyrir í haust í tengslum við vinnu við stóra frumvarpið svonefnt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert