20 mánaða fangelsi fyrir handrukkun

mbl.is/Hjörtur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 27 ára gamlan karlmann í 20 mánaða fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal frelsissviptingu og rán en maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa, ásamt tveimur öðrum mönnum, neytt karlmann með ofbeldi til að milli færa fé af reikningi sínum og láta verðmæti af hendi.

Mennirnir þrír fóru þann 20. desember 2009 inn á heimili þess fjórða, slógu hann í andlit, tóku hann hálstaki, fjötruðu hendur hans og tróðu tusku upp í munn hans og kefluðu hann.

Þeir neyddu manninn síðan til að millifæra af reikningi sínum 110.000 krónur yfir á reikning eins þeirra og söfnuðu verðmætum í íbúðinni, meðal annars 80.000 krónum í peningaseðlum.

Sá sem varð fyrir árásinni fékk ýmsa áverka og áfallastreituröskun.

Einn þremenninganna var í maí dæmdur í 18 mánaða fangelsi vegna málsins. Dómur hefur ekki verið kveðinn upp yfir þeim þriðja. 

Neyddu mann til fjárútláta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert