Hafnarfjörður leitar til lífeyrissjóða

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður. www.mats.is

Hafnarfjarðarbær ætlar að leita til lífeyrissjóðanna eftir láni svo hægt sé að greiða upp 4,2 milljarða króna sem gjaldfallnar eru auk 5,1 milljarða sem til greiðslu eru 30. janúar nk. Þetta kemur fram í Fjarðarpóstinum sem út kemur á morgun.

Einnig kemur fram að bærinn sé með þrjú lán hjá Depfa Bank sem er í slitameðferð þýskra yfirvalda og hefur fengið skýr svör um það að endurfjármögnun þeirra sé ekki möguleg.

Í Fjarðarpóstinum segir að Hafnarfjarðarbær leiti leiða til að taka 13 milljarða króna lán hér á landi til að greiða lánin hjá Depfa, en auk fyrrgreindra upphæða er annað tveggja milljarða króna lán á gjalddaga árið 2018. Saga fjárfestingabanki er ráðgjafi bæjarins og samkvæmt heimildum Fjarðarpóstsins verður leitað til lífeyrissjóðanna eftir stórum hluta fjármagnsins og bankastofnana eftir minni hluta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert