Hrina í Geitlandsjökli

Langjökull.
Langjökull. mbl.is/Loftmyndir ehf.

Upp úr klukkan átta í morgun varð jarðskjálftahrina í Geitlandsjökli í sunnanverðum Langjökli og stóð hún yfir í um fimmtán mínútur. Stærstu skjálftarnir voru rúmlega þrjú stig og fundust meðal annars í Húsafelli. Stærsti skjálftinn mældist 3,2 stig.

Einn skjálfti varð síðan upp úr klukkan 9 og var hann mun minni. Allt hefur verið með kyrrum kjörum síðan á svæðinu, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Síðdegis í gær var jarðskjálftahrina í Mýrdalsjökli  og mældist stærsti skjálftinn þar rúm 3 stig. Í morgun hefur einn skjálfti þar mælst yfir tvö stig, samkvæmt óyfirförnum tölum á vef Veðurstofunnar.

Frá Veðurstofu Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert